TJALDSVÆÐIÐ KIRKJUBÆ II

Velkomin á Tjaldsvæðið Kirkjubæ II á Kirkjubæjarklaustri

Tjaldsvæðið er á Kirkjubæjarklaustri 260 km frá Reykjavík. Tjaldsvæðið Kirkjubæ II er skjólgott og aðstaðan er mjög góð hvort sem er fyrir tjöld, hjólhýsi, húsbíla eða tjaldvagna. 

Nýlega voru byggð sjö smáhýsi á tjaldsvæðinu. Í öllum smáhýsunum eru svefnpokapláss í kojum fyrir fjóra. Í fjórum smáhýsanna er litil eldunaraðstaða og ísskápur en ekki salerni, þau eru í þjónustuhúsinu. Þrjú smáhýsi eru með salerni en ekki eldurnaraðstöðu en þá nýta gestir eldunaraðstöðu í þjónustuhúsinu. Smáhýsin á að bóka hér.

Nýr vefur eldsveitir.is  Myndir og frásagnir af náttúru, sögu og menningu í Skaftárhreppi 

Það eru margar góðar gönguleiðir í nágrenni Kirkjubæjarklaustur. Hægt er að kaupa kort og bækur með göngleiðsögn í Skaftárstofu.

Á Kirkjubæjarklaustri er sundlaug, heitir pottar og líkamsræktarsalur. Þar er líka verslun, veitingastaðir, vínbúð og handverksbúð. Sjá nánar á klaustur.is 

Á Kirkjubæjarklaustri er Skaftárstofa sem er gestastofa fyrir vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Á vef þjóðgarðsins má finna góð vegakort, gönguleiðir og upplýsingar um náttúruna: Vatnajokull National Park.