TJALDSVÆÐIÐ KIRKJUBÆ II

 

 

 

 

 

Velkomin á Tjaldsvæðið Kirkjubæ II á Kirkjubæjarklaustri

Afgreiðslan á tjaldstæðinu er opin frá 09 - 22:00. Greiðið fyrir næstu nótt fyrir klukkan 16:00. 

Tjaldstæðið er stórt, 10 salerni og því er skipt í tvö svæði ef koma margir, vegna covid19. Það er ekki hægt að panta en ósennilegt að fyllist. Rafmagn fá þeir sem fyrstir koma en það er oft sem ekki er hægt að fá rafmagn ef margir eru mættir. 

Vinsamlegast virðið næturfrið og látið  vita fyrir klukkan 22:00 ef þið eruð seinna á ferðinni í síma 894 4495  

Tjaldsvæðið er á Kirkjubæjarklaustri 260 km frá Reykjavík. Tjaldsvæðið Kirkjubæ II er skjólgott og aðstaðan er mjög góð hvort sem er fyrir tjöld, húsbíla, hjólhýsi eða tjaldvagna.      

Nýlega voru byggð sjö smáhýsi á tjaldsvæðinu. Þau má bóka í síma 894 4495 eða á airbnb

Það eru margar góðar gönguleiðir í nágrenni Kirkjubæjarklausturs. Hægt er að kaupa kort og bækur með gönguleiðsögn í afgreiðslunni á Tjaldsvæðinu Kirkjubæ II og á Skaftárstofu.

Á Kirkjubæjarklaustri er sundlaug, heitir pottar og líkamsræktarsalur. Þar er líka verslun, veitingastaðir, vínbúð og handverksbúð. Sjá nánar á þjónustusíðunni 

Á Kirkjubæjarklaustri er Skaftárstofa sem er gestastofa fyrir vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Á vef þjóðgarðsins má finna góð vegakort, gönguleiðir og upplýsingar um náttúruna: Vatnajokull National Park.         

Frásagnir ym sögu, menningu og náttúru í  og fjöldi ljósmynda á vefnum Eldsveitir.is  ómissandi fróðleikur fyrir alla sem vilja ferðast um Skaftárhrepp.