
Tjaldsvæðið
Opnunardagur: 1. mars 2025
Lokunardagur: 10. nóvember 2025
Opnunartími móttöku: 16:00 – 22:00
Næturkyrrð: 23:00 – 07:00
Hvað kostar: Verð
Hvar erum við: Staðsetning
Hvað er hægt að gera: Umhverfi
Tjaldsvæðið
Tjaldsvæðið á Kirkjubæ II býður upp á gott pláss fyrir alla. Þú getur tjaldað, lagt húsbílnum þínum eða hjólhýsinu. Skráðu þig inn í móttökunni við komu og látið vita í móttökunni ef þið viljið rafmagnsstæði, þar á líka að kaupa mynt í þvottavél og sturtur.
Tjaldstæði með rafmagni eru á hluta tjaldsvæðisins.Vinsamlegast komið snemma til að ná þeim stæðum. Engar pantanir eða fyrirfram bókanir á tjaldstæðum eru í boði, einfalda reglan okkar er: Fyrstur kemur, fyrstur fær.
Reglur
- Vinsamlegast mætið á tjaldsvæðið fyrir kl. 22:00.
- Virðið næturfrið á milli kl. 23:00 - 07:00.
- Engir varðeldar eru leyfðir.
- Hundar eru leyfðir, en verða ávallt að vera í taumi.
Móttakan
Vinsamlegast tékkið inn í afgreiðslunni við hliðið. Ef það er búið að loka afgreiðslunni má leggja við hliðið, ganga að þjónustuhúsinu og greiða að morgni.
Við erum ekki með næturvakt og biðjum því fólk að hringja ekki nema í neyðartilfellum. Hringið í 112 ef það verða slysl
Ekki er hægt að slá inn rafmagninu um nætur. Gætið þess að tengja ekki of mikið á hvern tengil, þá slær út. Vinsamlegast greiðið fyrir næstu nótt fyrir hádegi, og tékkið út fyrir klukkun 13:00 ef ekki á að gista aðra nótt. Verð.
Opnunartími móttöku: 16:00 – 22:00
Við bókum ekki tjaldstæði eða rafmagn.
Þjónustuhúsið
Allir gestir á tjaldsvæðisins og smáhýsanna geta notað aðstöðuna í þjónustuhúsinu og þar má hlaða síma og smærri raftæki. Vegna þess að allt vatn þarf að hita með rafmagni verður að greiða fyrir sturtur, sjá Verð.
Aðstaða
- Eldunaraðstaða
- Borðstofa
- Salerni
- Sturtur
- Rafmagn
- Þvottavél
- Þurrkari
Aðeins fyrir næturgesti
Ferðamenn sem ekki dvelja á tjaldsvæðinu eru beðnir um að nota ekki aðstöðuna í þjónustuhúsinu. Ef fólk þarf að komast á salerni eru almenningssalerni opin allan sólarhringinn í Skaftárstofu, gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs.Gestastofan er staðsett við Hringveg 1, um 2 km vestur af Kirkjubæjarklaustri.


Meðan á dvöl stendur
Við leggjum mikla áherslu á að tryggja svefnfrið og ró. Þess vegna er lokað inn á svæðið á nóttunni. Fólk er beðið að vera tillitssamt og virða svefnfrið milli kl. 23:00 og 07:00. Við áskiljum okkur rétt til að biðja fólk um að fara sem virðir ekki þessa reglu.
Það er bannað að kveikja elda á tjaldsvæðinu. Hundar eru velkomnir en verða ALLTAF að vera í taumi, líka litlir, sætir og krúttlegir hundar. Eigendur eru beðnir að hreinsa upp eftir hunda sína, bæði innan og utan tjaldsvæðisins.
Það er skemmtilegt að leika sér í brekkunum fyrir ofan tjaldsvæðið en hættulegt að klifra í klettunum eða fara alveg upp á brúnina. Það er gott ganga til hægri um 700 metra, þar er örugg gönguleið upp á Klausturheiði. Sjá einnig hvað hægt er að gera á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni.










Smáhýsin
Tjaldsvæðið Kirkjubæ II býður einnig upp á smáhýsi til leigu, ef þú vilt dvelja á tjaldsvæðinu en einnig njóta hlýrrar og notalegrar dvalar innan dyra.